Ég skil ekki hvaða heilladísir það eru sem vaka yfir veru Fram í efstu deild.
Íslandsmótið undanfarinn ár er búið að endurtaka sig nokkrum sinnum… við lok 9 umferðar þá eru Fylkismenn í efsta sæti en Framarar í því neðsta… og hvað gerist??? Jú við lok 18 eru Fylkismenn að glopra frá sér titli og Framarar að bjarga sér frá falli. Ég man eftir nákvæmlega þessu síðustu 3 ár ef ekki lengra.
Mín spá fyrir næsta ár er einmitt svona. Fylkismenn vinna ekki mótið og Framara falla ekki (þó að þeir hefðu gott af því).

Fram liðið kom mér á óvart í sumar. Fá Rikka Daða í liðið og eru samt ekki að skora nein mörk af viti.
Eru með Ragga Árna dýrvitlausan í vörninni en samt er allt að detta inn í möskvana.
Ég fatta þetta ekki.
Það er ekki annað að gera en að taka ofan fyrir Frömurum fyrir frækilega framistöðu og en eitt árið ótrúlega björgun frá falli í síðustu umferð (þó að Grindvíkingar hafi reddað ykkur núna)
Kveðja,
Xavie