Þórsarar voru jafntefliskóngar ársins og töpuðu jafnfram aðeins þremur leikjum. Lykillinn af fáum mörkum fengin á sig voru Atli Már Rúnarsson markvörður sem átti mjög gott tímabil og Hlynur Birgisson hin gamalreyndi jaxl sem hélt vörninni saman. Algengt var að leikir þórsara fóru 0-0 eða 1-1. Voru í evri hluta deildarinnar mestan hluta sumars en misstu af baráttunni í lokin.

Völsungar náðu að halda sér uppi með sigri í lokaleiknum, mikill þróttur virðist hafa farið úr liðinu við að missa Ásgrím Arnarson þjálfara í meiðsli og allt gekk á afturfótunum eftir það. Rétt náðu að halda sér uppi. Hermann Aðalgeirsson var þeirra aðalmaður og var einn allra besti leikmaður 1.deildarinnar á þessu tímabili. Andri Valur Ivarsson hjálpaði einnig ágætlega til við markaskorun völsunganna.

Valsmenn voru að sjálfsögðu taldir sigurstranlegastir fyrir þetta tímabil og stóðu undir væntingunum og unnu nokkuð sannfærandi Með bræðurna Sigurbjörn og Jóhann hreiðarssyni, Mattías Guðmundsson, Hálfdan Gíslason, Þórhall Hinriksson, Baldvin Hallgrímsson , í sínu liði ásamt fleirum sterkum leikmönnum þá á liðið ekki að lenda neðar en 1.sæti.

Fjölnismönnum var spáð botnsætinu og samkvæmt byrjun liðsins þá ætlaði svo að fara, þá ákváðu þeir að fá til sín þrjá erlenda leikmenn Ilic Mladen, Matic Slavisa og Dragan Vacilevic og við það batnaði leikur liðsins til muna og endaði liðið um miðja deild. Það var svo sauðkrækingurinn Davíð Þór Rúnarsson sem bjargaði einnig nokkrum stigum með sínum 8 mörkum í sumar. Án þessara leikmanna hefði liðið aldrei getað náð langt.

HK náði sínum besta árangri hingað til í deildarkeppni á íslandi, enginn bjóst við neinu af þeim, en yngri flokkastarf þeirra virðist vera að skila sér, flestir leikmenn liðsins eru uppaldir og gerðu ótrúlega hluti, Gunnleifur Gunleifsson er án efa sterkasti markvörður deildarinnar og er lykillinn af frábærum árangri HK í sumar, Hörður már magnússon hefur skotið Hk-ingum langt í bikarnum ásamt sterkri vörn en hk var mikið fyrir 1-0 sigrana í sumar, þó sérstaklega fyrri hluta tímabils. Stefán Eggertsson var sterkur á hægri kanntinum í sumar og skapaði ófá mörk og skoraði 5 sjálfur.

Stjarnan, það kom í hlut þeirr að verma botnsætið en lið þeirra var ekki sannfærandi, áttu erfitt með markaskorun og þrír leikmenn sem héldu liðinu saman, Bjarki Guðmundsson markvörður sem hvarf á braut til náms seinni hluta sumars, Dragan Stojanovic og Adolf Sveinsson, þessir leikmenn sáu um markaskorun liðsins en vörn stjörnumanna var því miður skelfileg og fékk flest mörk á sig allra liða.

Haukum gekk skelfilega fyrri hluta tímabils, Izudin Daði Dervic tók þá við og hlutirnir fóru að skána aðeins og nóg til að rétt halda sér uppi, það var þó helst hlutur Sævars Eyjólfssonar og Arnars Steins Einarsson sem gerðu það að verkum og björguðu þeir stigum fyrir haukaliðið. Liðinu gekk illa að ná í sigur við brotthvarf Jörunds Krisinssonar í markinu en liðið notaði 3 markverðir í sumar.

Breiðablik endaði í 4.sæti undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, Pétur Óskar Sigurðsson var helsti markaskorari þeirra en skoraði minna í eseinni umferðinni en þeirri fyrri. Gunnar Örn Jónsson var ein helsta ógn þeirra en hann var duglegur að ógna marki andstæðinganganna og gefa stoðsendingar.Olgeir Sigurgeirsson var aðalmaðurinn á miðjunni en lið breiðabliks var engan vegin nógu sterkt til að fara upp um deild.

Njarðvíkinguar byrjuðu afskaplega vel og voru efstir um tíma, en við brotthvarf Alfreðs Elíasar og Einars Oddsonar aftur til sinna eigin félaga þá missti félagið dampinn, þá meiddist Friðrik Árnason í markinu og liðið fór að tapa, þeim gekk heldur illa að skora og er það helsta ástæðan fyrir því að liðið féll niður um deild, Snorri Már Jónsson var lykilmaður í vörninni hjá Njarðvík.

Þróttarar áttu mjög furðulegt tímabil og gekk á ýmsu, Páll Einarsson var lykilmaður á miðjunni en hann skoraði einnig 9 mörk á tímabilinu. Eysteinn Lárusson var lykilmaður í varnaleiknum og Sören Hermansen átti að sjá um sóknarleikinn sem hann var ekki eins duglegur við eins og seinasta tímabil. Þróttarar komust þó aftur upp eftir mikla baráttu við HK. Það var helst 3-2 sigur á hk á kópavogsvelli sem skilaði því.

Gunnleifur Gunnleifsson,

Davíð Magnússon, Baldvin Hallgrímsson, Hlynur Birgisson, Hörður Bjarnason

Stefán Eggertsson Sigurbjörn Hreiðarsson, Páll Einarsson, Hermann Aðalgeirsson

Pétur Sigurðsson, Hálfdán Gíslason


Bekkur:
Atli Már Rúnarsson
Gunnar Örn Jónsson
Hörður Már Magnússon
Dragan Stojanovic
Snorri Már Jónsson
Eysteinn Lárusson