Jæja hef nú ekki skrifað mikið undanfarið en var að koma af leik Fylkismanna og KR-inga og langar aðeins að segja frá leiknum.

Leikurinn var flautaður af stað í hinu fínasta veðri kl.16:00. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Fylkismanna og fengu ungu leikmennirnir Kjartan Ágúst Breiðdal og Albert Brynjar Ingasson að spreyta sig í byrjunarliði Fylkismanna og komu þeir inn fyrir Sævar Þór og Björgúlf.

Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur, Fylkismenn voru sterkari aðilinn og réðu ferðinni og fengu fyrsta almenna tækifæri leiksins þegar Kjartan Ágúst komst inní sendingu KR manna og var við það að stynga sér innfyrir vörn KR-ingar þegar að Petr Podensky að ég held braut á honum. Margir vildu meina að þetta hefði verið fyrir innan teig en Egill Már dæmdi aukaspyrnu og satt að segja voru KR-ingar heppnir að vera ekki einum færri því að Petr var aftasti leikmaður í vörn KR-inga og fékk hann einungis að líta gula sjaldið. Ekkert varð hins vegar úr þessari aukaspyrnu Fylkismanna og skéði ekkert markverðara í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri og fengu Fylkismenn fyrsta færið þegar að Finnur fékk sendingu innfyrir vörn KR-inga og sendir boltan fram hjá Krisjáni sem kom út með fárálegu úthlaupi og markinu. Enn það liðu ekki nema 8 mínútur þegar að fyrsta markið leit dagsins ljós og var það Kjartan Ágúst sem skoraði það eftir að hafa komist einn innfyrir og rennt boltanum fram hjá Kristjáni. Kr-ingar komu sterkir til leiks eftir markið og gerðu allt til að skora. Það leið reyndar ekki langur tími þangað til að þeir náðu að jafna og varð það Bjarki Gunnlaugsson sem jafnaði metin fyrir KR menn. Nú fór einn skemmtilegasti kafli leiksins af stað, það voru Fylkismenn sem tókst að skora 3 mark leiksins og var það fyrirliðin Valur Fannar sem skoraði fallegasta mark leiksins. Fylkismenn fengu hornspyrnu hægra megin, Kjartan Ágúst styllir upp knettinum og spyrnir boltanum inná teig KR-inga þar sem Valur Fannar stekkur manna hæst og skorar með hnitmiðuðum skalla beint í hægra hornið alveg óverjandi fyrir Kristján í marki KR-inga. Enn KR-ingar reyndu allt sem þeir gátu til þess að jafna metin en Bjarni í marki Fylkismanna varði eins og berksekkur. Enn það voru Fylkismenn sem skoruðu fjórða markið og var það Kjartan Ágúst sem gulltryggði sigurinn og leik sinn með góðu marki. Reyndar rétt áður höfðu Fylkismenn fengið gullið tækifæri rétt áður þegar að Sævar Þór slapp einn innfyrir vörn KR-inga og ætlaði að leika á Kristján en hann sá við honum. Enn hættulegasta leikmaður KR-inga (Bjarki) fékk sitt þriðja færi en enn og aftur sá Bjarni við honum með frábærlegri markvörslu. Seinasta tækifæri leiksins fengu Fylkismenn þegar að Ólafur Páll komst einn innfyrir en Kristján varði frá honum.