Milan eru um það bil að ganga frá kaupum á Darko Kovacevic, framherja Juventus. Kovacevic er sá sem á að fylla skarð Oliver Bierhoff (vonandi gerir hann aðeins meira en bara það…) fyrst Leeds vildu ekki selja Mark Viduka.
Einnig var umboðsmaður Rivaldo í Mílanó í dag, og er það mál manna að hann hafi verið að vinna í samningi milli Milan og Rivaldo.
Þá eru sögusagnir um það Vincenzo Montella muni koma til hinna rauðsvörtu í júní. Hann mun vera óhress með kaup Roma á Antonio Cassano og áhugi liðsins á framherja Lecce, Cristiano Lucarelli. Hann telur sig eg ekki hafa lengur öruggt byrjunarliðssæti ef þessir tveir bætast báðir í framherjahóp Roma. Goooooott…
Loks mun afar líklegt að Lilian Thuram sé að koma til Milan. Real Madrid eru hættir að eltast við hann svo fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann myndi varnardúett himnanna næsta haust með Paolo Maldini.
Milanistar bíða spenntir eftir frekari fréttum.