Íslendingar sigruðu nú áðan Maltverja örugglega, 1:4, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.
   Maltverjar komust yfir á 13. mínútu leiksins, en Íslendingar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Tryggva Guðmundssyni og Helga Sigurðssyni.  Íslendingar voru öllu sterkari aðilinn í síðari hálfleik og Eiður Smári Guðjohnsen og Þórður Guðjónsson bættu tveimur mörkum við þegar skammt var til leiksloka.  Þórður kom inn á sem varamaður einungis þremur mínútum áður en hann skoraði.
   Með sigrinum komust Íslendingar upp í fjórða sæti riðilsins, upp fyrir Norður-Íra og eru með 6 stig.
                
              
              
              
               
        




