KR vs. Grindavík
              
              
              
              KR og Grindavík munu mætast í öðrum undanúrslitaleik deildarbikarkeppni KSÍ.  KR-ingar lögðu Framara, 1:0 í Laugardalnum í gær.  Dagnogo skoraði markið.  Grindvíkingar sigruðu Eyjamenn í æsispennandi leik í Reykjaneshöllinni í gær, 4:3.  Í kvöld og annað kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í hinum undanúrslitaleiknum, en Blikar og FH-ingar eigast við í kvöld að Ásvöllum, en Skagamenn og Keflvíkingar etja kappi í Reykjaneshöllinni annað kvöld.
                
              
              
              
              
             
        



