Ég á mér draum um íslenska atvinnumannadeild í knattspyrnu.
Ég hafði hugsað mér þetta svona:

Í deildinni yrðu 8 lið sem að léku 3 umferðir í allt 21 leik. Það lið sem að kæmi betur út úr inbyrðis viðureignum tveggja liða í tveimur fyrstu umferðunum fengi heimaleik í 3ju umferð.

Liðin gætu verið samansett þannig.

Hafnarfjörður og Garðabær(sameiginlegt lið úr Haukum, FH og Stjörnunni)
Kópavogur(HK og Breiðablik)
Reykjavík 1(KR og Valur)
Reykjavík 2(Víkingur, Þróttur og ÍR)
Reykjavík 3(Fylkir,Fjölnir og Fram)
Akureyri(Þór, KA og kannski einhver lið úr nágrannabæjarfélögum)
Reykjanes(Keflavík, Grindavík og Njarðvík)
Suðurland(Selfoss, ÍBV og önnur lið af suðurlandi)

Með þessu móti væri eflaust hægt að fjölga meðal áhorfendafjölda á leikjum liða um helming og einnig myndu fleiri fyritæki styrkja liðin þar sem að leikmenn kæmu úr fleiri en einu liði. Með þessu móti myndu tekjur félaganna aukast.

Liðin sem að hvert félag er sameinað úr myndi eiga ákveðinn hlut í félaginu og myndi vera ábyrgt fyrir að geta reitt fram fé fyrir sínum hlut.(t.d. ef að félag á 33% hlut í því þá þyrfti það að reiða fram fé fyrir 33% af rekstrarkostnaði félagsins ár hvert.

Hægt væri að fá skattaryfirvöld til að veita félögunum skattaívilanir t.d. með því að félögin þyrftu aðeins að greiða um helming þess skatt sem að sem að fyritæki þyrftu til að gera rekstur þeirra auðveldari.

Til að hjálpa enn frekar við rekstur félagann þá gætu skattayfirvöld veitt þeim fyritækjum sem að styrktu félögin skattaafslátt til að hvetja fyritækin en frekar til að styðja við bakið á þeim.

Hin einstöku félög sem að ættu hlut í hverju félagi fyrir sig myndu halda áfram sínu félagstarfi og myndu aðeins bestu leikmenn hvers félags fyrir sig komast í atvinnuliðið. Hinir myndu leika með sínu upprunalega félagi í venjulegri áhugamannadeild.

Ef að leikmaður er seldur frá atvinnumannaliði þá myndi félagið sem að ól leikmanninn upp fá 50% af upphæðinni og atvinnumannafélagið 50%.

Til að koma í veg fyrir að laun leikmanna fari upp fyrir það sem að félögin ráði við þá er hægt að koma upp launatöxtum svo að leikmenn fari ekki fram á óraunhæf laun.

Ef að hægt væri að halda út atvinnumannadeild eins og þessari þá væri hægt að fjölga íslenskum atvinnumönnum í knattspyrnu úr um 50 í 120 og myndi það væntanlega gera það að verkum að landslið okkar myndi verða sterkara og ætti betri möguleika á að ná markverðum árangri á alþjóðlegum vettvangi.

Ég geri mér grein fyrir því að þessir draumar mínir eru óraunhæfir en hvað er líf án drauma.

Ef að þið hafið einhverjar svipaða drauma eða viðbót við þennann, endilega látið heyra í ykkur.