Sigurður Ragnar á leið heim?
              
              
              
              Sigurður Ragnar Eyjólfsson, leikmaður belgíska liðsins Harelbeke, hefur sýnt því áhuga að leika hér á landi í sumar, fengi hann leifi hjá Harelbeke.  Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ÍBV og Valur hefðu haft samband við sig.  Hann hefur ekki fengið tækifæri með liðinu síðan í desember og segist ekki vera inni í myndinni hjá framkvæmdastjóra félagsins.
                
              
              
              
              
             
        



