Beckham á leið til Barcelona Barcelona virðast ætla að freista Man. Utd. með því að bjóða 25 milljónir punda í David Beckham. Talað hefur verið um skipti á Beckham og Rivaldo og held ég að Man. Utd. væru mun opnari fyrir því en að selja Beckham því ekki skortir þá peninga.
Roy Keane hefur reyndar talað um að nú þurfi að stokka upp hjá Man. Utd. vegna þess að þeir eru úr leik í meistardeildinni, en ég held að Beckham væri einn síðasti leikmaðurinn sem Man. Utd. myndi losa sig við. Þeir hafa reyndar efnilegan leikmann sem bíður eftir að fá sitt tækifæri í sömu stöðu, Luke Chadwick en lið eins og Man. Utd. vill bara styrkja sig, það væri ekki gert nema þeir myndi eins og áður sagði skipta á Beckham og Rivaldo, en ekki að selja Beckham til að koma Chadwick að.