Smith að spila sig inn í landsliðið? Svo virðist sem frábær frammistaða Alan Smith í meistaradeildinni ætli að skila honum sæti í enska landsliðinu. Smith sem er aðeins tvítugur hefur skorað 7 mörk í meistaradeildinni með þeim tveim sem hann skoraði í undankeppninni gegn 1860 Munchen.
Tord Grip aðstoðarmaður Sven Göran Eriksson var á leik Deportivo-Leeds síðastliðin þriðjudag og var sérlega heillaður að framistöðu framherjans unga. Hann segist hafa séð að það er mikið meir í leik Smith en að skora mikilvæg mörk. Hann segir að hann hafi rétta skapgerð, sem ekki er hægt að kenna, og sé alltaf að læra betur og betur í að beita henni rétt. Hann segir að Smith hræðist engan og er þrátt fyrir ungan aldur tilbúinn að fórna sér í hvað sem er og nefnir hann tæklingu Smith í eigin vítateig seint í leiknum sem dæmi þar sem frábærlega tímasett tækling hefði getað leitt til vítaspyrnu ef hún hefði verið rangt tímasett. Tord segir að það sé frábært fyrir enska knattspyrnu að framherjar eins og Smith og Owen séu enn nógu gamlir fyrir u-21 landsliðið.