Hvað er að gerast hjá Manchester?? Það hljóta allir að vera sammála um að eitthvað er ekki í lagi hjá Englandsmeisturum þessa dagana. Þeir geta að vísu rústað Ensku deildinni án mikilla vandræða, en strax og þeir spila í Evrópu lenda þeir í miklum vandræðum. Spilið hjá Manchester gengur ekki eins vel núna og það gerði; en hver er ástæðan? Ég tel Manchester þurfa á nýjum þjálfara að halda. Ekki miskilja mig, ég virði sir Alex Ferguson og mér finnst hann einn besti þjálfari í heiminum í dag og það sem hann hefur gert hjá Manchester United þykir mér magnað. Hins vegar finnst mér Manchester vera fastir í sama hjólsporinu og það er eins og hin liðin kunni einfaldlega of vel á Manchester. Hinir þjálfararnir stúdera hann greinilega vel og vita nákvæmlega hvað hann er að hugsa. Til dæmis Otmar Hitzfeld sem í kvöld hafði svar við öllu sem Manchester menn reyndu.

Sem sagt - það er kominn tími á nýjan þjálfara til Man U til að lífga aðeins upp á liðið því þar er að finna marga frábæra leikmenn sem ég held að muni blómstra enn meira með nýjum þjálfara.

Glory glory Man united …