Eftir að hafa séð spennandi leik Valencia og Arsenal í gær gat maður ekki búist við eins spennandi leik milli Deportivo og Leedsara. Leeds hafði jú unnið fyrri leikinn 3-0, en maður verður alltaf að gera sér grein fyrir því að lið í meistaradeildinni geta alltaf gert hreint út sagt frábæra hluti þegar mikið er í húfi.

Það var einmitt það sem maður skynjaði strax í byrjun leiksins. Leikmenn Deportivo voru mættir í leikinn til að vinna einvígið, en ekki falla með sæmd. Leikurinn byrjaði fjörlega og Harry Kewell stjakaði við Roy Makaay og dæmdi Brassi dómari vítaspyrnu. Djalminha skoraði með snyrtilegu skoti eins og honum einum er lagið.
Eftir markið tvíelfdust Depor menn og áttu réttilega að fá aðra vítaspyrnu þegar Dacourt felldi Fran, sem reyndi að halda áfram en datt svo á endanum, það var greinilegt víti. Það var svo stórsókn sem fylgdi í kjölfarið, hæst bar færi Úrúgvæans Walter Pandiani, sem tók fimlega við langri sendingu Djalminha og náði að leika á Martyn, markvörð Leeds, en tókst ekki að skora.
Leedsarar voru þó einnig ógnandi á tíma og fékk Alan Smith sjálfsagt besta færi fyrri hálfleiks, þegar hann komst inn í skalla varnarmans Depor aftur á Molina, Smith lék á Molina en náði boltanum ekki almennilega fyrir sig og þegar hann leit upp var færið orðið of þröngt og hann skaut í utanvert hliðarnetið.

Seinni hálfleikurinn för af stað eins og sá fyrri hafði endað, Depor í stórsókn. Þeir voru þó alltof margir frammi og Leedsarar pökkuðu í vörn, og því var ekki nægt pláss til að athafna sig. Svo tóku þeir La Coruna menn áhættu þegar Valerón kom inn fyrir Djalminha, kom mér allavega á óvart, en það svín virkaði. Því Valerón lagði upp annað mark Depor, og var Diergo Tristán maðurinn sem setti boltan yfir línuna, en hann hafði einmitt komið inná fyrr í leiknum, fyrir Víctor, fyrrverandi Real Madríding.
Depor menn höfðu áður átt skalla sem Martyn varði í þverslánna og eftir markið áttu þeir annan skalla sem endaði í þverslánni, ótrúlegt!
En Leeds átti sín færi og fékk Viduka besta færi seinni hálfleiks, að markinu undanskyldu, þegar hann slapp í gegn en Molina sýndi af hverju hann er fastamaður í Depor liðinu, ótrúleg markvarsla!
Leedsörum tókst svo með skynsömum leik að halda aftur af Depor mönnum og endaði leikurinn 2-0, frábær úrslit fyrir enska knattspyrnu og Leeds aðdáendur. Leikurinn var hreint út sagt frábær, skemmtanagildið alveg í hæsta lagi.