Já, þetta er ótrúlegt en satt. Manchester United er enskur meistari 3ja árið í röð og í sjöunda skiptið á síðastliðnum níu árum.
Eftir sigurinn á Charlton á þriðjudaginn vantaði United 6 stig til þess að ná að verða meistari. Þeir unnu svo Coventry 4-2, í leik þar sem Coventry átti skilið eitt stig. Þá vantaði þeim bara 3 stig í viðbót. En nei, viti menn, Middlesboro leggur Arsenal af velli, 3-0 og var þá björnin unninn.
Það verður nú að segjast að United voru heppnir gegn Coventry. Lentu undir, og virtust hreinlega ekki geta skorað en hinn ungi Chris Kirkland átti 5 stjörnuleik og bjargaði Coventry frá rótbursti. Enn þeir sem sáu Arsenal leikinn geta verið sammála mér í því að Arsenal átti ekki skilið að vinna Middlesboro. Þeir voru skelfilegir. Það sást t.a.m. ekki í Henry og þessi Edu var bara kjánalegur.
Núna held ég að loksins sé óhætt að segja að Manchester United sé besta liðið í Englandi. Hvort það nægi í leiknum á miðvikudaginn gegn Bayern, skal ósagt látið.