Roy Keane segir ManUtd þurfa að eyða í sumar!!! Roy Keane er á þeirri skoðun að Manchester United þurfi að kaupa leikmenn á borð við Luis Figo eða Rivaldo, ella eigi félagið það á hættu að sitja eftir í slagnum við bestu lið Evrópu.
Ferguson hefur einungis eitt £8,1 einni milljón til þess að styrja liðið á þessari leiktíð, mun minna en t.a.m. spæsnku risarnir Real Madrid og Valencia, en Luis Figo kostaði einn fjórfalt meira en það sem United hefur eytt í nýja leikmenn.

Keane álítur að United sé enn vel á eftir liðum eins og Real Madrid.
“Við þurfum að halda í við Madrídinga, en þeir virðast í stöðugri framtíð. Real eru nógu góðir til þess að ráða Evrópu í langan tíma, líkt og AC Milan og Ajax á seinustu árum,” sagði Keane í samtali við MUTV í gær.
“Þú þarft að standa þig virkilega vel í Evrópu ef þú vilt að þín verði minnst meðal bestu liða allra tím, og við erum hvergi nærri þeim liðum enn sem komið er. Það eina sem við getum sannað er að vinna Evrópumeistaratitilinn, eða a.m.k. komast í úrslitin.”
“Því náðum við ekki í fyrra og við erum í mesta basli nú. Við virðumst vera að dragast aftur úr og kannski er kominn tími á að félagið fari og eyði eins og 30, 40, 50 milljónum punda. Ég held að félag eins og United ætti að reyna að kaupa þá bestu.”
“Mér litist vel á að sjá tvo til þrjá leikmenn bætast við. Mér finnst Rivaldo frábær leikmaður, og það leikur enginn vafi á því að það er Figo líka, en það er stjórin sem ræður þessu öllu. Við vitum hvernig það er þegar þegar einn til tveir leikmenn eru keyptir, sérstaklega ef þeir eru í heimsklassa, það virkar eins og vítamínsprauta á alla.”
“Ef félagið kaupir einn eða tvo miðjumenn þá er það frábært fyrir mig og félaga mína, Scholes, Giggs, Butt og Beckham. Það setur pressu á okkur alla og þannig á það að vera hjá stórliðum. Þú átt að vera í þannig stöðu að þú þurfir alltaf að spila vel.”

Í fyrradag gaf Keane það til kynna að störf United leikmanna, þ.á.m. hans eigið, gætu verið í hættu ef liðinu tækist ekki að komast áfram í Evrópukeppninni, en til þess þarf liðið að vinna Bayern München á útivelli í næstu viku.