Oliver Dacourt leikmaður Leeds gæti átt í vændum rannsókn enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sem höfð voru eftir honum í frönskum fjölmiðlum um helgina. Dacourt á að hafa sagt að hann hafi logið að enska knattspyrnusambandinu til að bjarga vini sínum Patrick Viera frá átta leikja banni og allt að 60.000 punda sekt. Dacourt sendi enska knattspyrnusambandinu bréf þar sem hann segðist telja að spark Viera í hálsinn á sér hafi verið óviljaverk og það á að hafa bjargað því að Viera fékk aðeins eins leiks bann og litla sekt.
Enska knattspyrnusambandið ætlar að spyrja Dacourt út í ummælin og má búast við því að ekkert verið við hafst en Dacourt getur alltaf fullyrt að vitlaust hafi verið eftir sér haft og ekkert hægt við því að segja, en aftur á móti er það mjög slæmt ef eitthvað verði gert og Dacourt endi á að fá nokkura leikja bann með því að vera að verja vin sinn sem missti sig inná vellinum og átti skilið langt bann fyrir þann mikla háskaleik sem spark í hálsinn á andstæðing er!