Real Madrid og Middlesbrough hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Steve McManaman, að því er netmiðillinn Soccernet greinir frá. Talið er að Real Madrid hafi viljað halda þessu leyndu í nokkurn tíma vegna ótta við viðbragða stuðningsmanna félagsins en McManaman er mjög vinsæll meðal þeirra.

Í skoðanakönnun hjá spænska dagblaðinu AS vilja rúmlega 70% stuðningsmanna Real Madrid halda McManaman en hann átti stóran þátt í því að liðið varð Evrópumeistari með sigri á Valencia í úrslitaleiknum í vor.

AS greinir frá því í dag að Manchester United hafi blandað sér í baráttuna um McManaman og félagið sé reiðubúið að greiða 1,1 milljarð króna fyrir leikmanninn.