George Graham, knattspyrnustjóri Tottenham, er argur út í Sol Campbell og telur að hann ætli að láta samning sinn við Tottenham renna út og fara þá frá félaginu án þess að það fái greitt fyrir hann. Samningur Campbells rennur út næsta sumar og hefur hann ekki verið fáanlegur til að skrifa undir nýjan.