Andri ekki til Portsmouth
              
              
              
              Nú er ljóst að Andri Sigþórsson fer ekki til enska 1. deildarliðsins Portsmouth.  KR og Portsmouth voru búin að semja um kaupverð upp á 45 milljónir króna en forráðamenn Portsmouth hafa ekkert haft samband við Andra.  Andri ætlar að klára þetta tímabil með KR en síðan er óljóst hvað verður.
                
              
              
              
              
             
        




