Þessi grein birtist á skessuhorn.is

Eins og við greindum frá í síðustu viku voru uppi getgátur um það að Uni Arge kæmi ekki til ÍA næsta sumar. Nú er búið að staðfesta þennan orðróm.

Stjórn ÍA telur sig ekki hafa bolmagn til að greiða Una þau laun sem samningur hans kveður á um fyrir næsta tímabil og buðu honum því nýjan samning þar sem launagreiðslurnar til Una eru lækkaðar töluvert. Þetta sætti Uni sig ekki við og þykir ljóst að hann kemur ekki á Skagann næsta sumar, a.m.k. ekki í ÍA búningi.

Nú eru í gangi viðræður á milli forráðamanna KÍA og Una um bætur fyrir vanefndir á samningum og er búist við að niðurstaða fáist af þeim fljótlega eftir páska.