Leiðinlegur leikur á Nývangi Liverpool gerði markalaust jafntefli gegn Barcelona í gær í fyrri leik liðanna á Spáni. Leikurinn var vægast sagt mjög leiðinlegur. Mörgum fannst Liverpool ganga fulllangt í varnarleik sínum.

Gerard Houllier segir að Liverpool sé alls ekki varnarsinnað lið heldur mjög gott sóknarlið. Hann viðurkenndi þó að kannski báru Liverpool-leikmennirnir smá virðingu fyrir Börsungum en það var enginn skortur á metnaði. Hann hefur lofað því að seinni leikurinn verði allt öðruvísi. Hann segir að þó að Barcelona skorar á Anfield, jafnvel þótt þeir skori tvö mörk þá geti Liverpool skorað þrjú því þeir eiga Emile Heskey, Michael Owen og Robbie Fowler. Liverpool varð þriðja liðið í vetur sem heldur Barcelona í núllinu á Nou Camp í vetur og verður það að teljast ágætt.

Frank De Boer átti rólegan dag í vörn Barcelona í gærkvöldi og það kom honum verulega á óvart hversu hræddir Liverpool voru við þá.
Hann segir að það verði mun erfiðara að fara á Anfield en Liverpool verður að sækja þar og því mun opnast pláss fyrir Spánverjana til þess að ná góðum sóknum.

Við eigum því von á mun skemmtilegri leik á Anfield heldur en á Nou Camp.