Fylkismenn hafa ákveðið að byggja stúku og hefjast framkvæmdir í kringum 27.mars næstkomandi. Stúkan verður byggð í tveimur áföngum og í fyrsta áfanga verða steypt 60 metra löng stæða, 10 pallar á hæð. Óákveðið er hvenær bygging á seinni áfanga hefjast en í þeim áfanga verður þak og óákveðin fjöldi sæta. Áætlaður kostnaður á fyrri áfanganum er 11 milljónir.