Ekki kom það mér ýkja á óvart að Arsenal lagði mína menn í Tottenham sl. helgi. Varalið Spurs var þar á ferð og nú þarf að fara að skipta annaðhvort um mannskap á sjúkradeild White Hart Lane eða þjálfunartaktík. Í 5-6 ár núna hafa verið að meðaltali 3-4 lykilmenn meiddir í hverjum mánuði á leiktímabili. Þetta er hætt að vera fyndið. Campbell, Carr, Rebrov, Sherwood, Thatcher, Taricco, Leonhardsen og svo auðvitað konungur sjúkrastofunnar, Darren Anderton, voru allir fjarverandi á móti erkifjendunum og ekki má klúbburinn við þessu. Fagmenn í knattspyrnuþjálfun segja að samhengið milli RÉTTRAR líkamlegrar þjálfunar og minni meiðslatíðni, sé sterkt. Þetta er rökrétt og hefur lengi verið. Af hverju fara menn ekki að hugsa hlutina upp á nýtt? Fyrst komin er ný stjórn, af hverju ekki að endurskipuleggja grunnvinnuna. Þetta er ekki ásættanlegt til lengdar. Vona að Hoddle taki á þessu vandamáli. Annaðhvort taka menn sér ársleyfi (leikmenn) ef langvarandi meiðsli er um að ræða. Fá sig góða og koma sem nýjir á RÉTTUM tíma eða hætta að spila fótbolta. Klúbburinn mun ALDREI ná Evrópusæti í framtíðinni ef lykilmenn halda áfram að vera fjarverandi heilu mánuðina ár hvert.