Nú vildi ég bara svona kanna það hvort menn vildu heldur hafa og af hverju.

Fyrir mitt leyti er ég mun ánægðari með ensku lýsendurna heldur en þá íslensku. Finnst þeir vera miklu meira inn í leiknum og síðan er meiri stemmning að hafa þá. Ég sá til dæmis leik Man Utd. - Chelsea í gær og Gunnar Helgason og Arnór Guðjohnsen voru að lýsa. Vá maður! Þvílíka vitleysu hef ég aldrei séð. Gunni Helga hefur ekki hundsvit á að lýsa leikjum, hann ætti bara að halda sig við leiklistina.

Fyrir utan eitt klúður í útsendingunni í gær og Gunni Helga, þá er alveg ágætlega að þessu staðið hjá Skjá einum. Það er virkilega sniðugt hjá þeim að fá enska lýsendur en jafnframt gott hjá þeim að hafa áfram einvherja íslenska. Sem dæmi um góðan íslenskan lýsara, Snorri Sturluson. Hann veit virkilega hvenrig á að gera þetta og er auðvitað reyndur í þessu.

En það er auðvitað misjafnt hvað mönnum finnst og því vil ég komast að því hvort ykkur finnst betra að hafa íslenska eða enska þuli miðað við það sem þið hafið heyrt og séð í leikjunum um helgina og af hverju?