Liverpool í ár
Ég býst við miklu frá Liverpool á þessarri leiktíð, allavega á eg eftir að nenna að horfa á leikina þeirra eitthvað annað en sumir í fyrra, maður labbaði einfaldlega frá skjánum og varðist tárum…

Ég held ég sé ennþá í solitlu sjokki yfir að Owen skuli vera farinn enda sama hvað hann er að gera lítið fyrir liðið þá er hann nú samt stór partur af Liverpool og það verður svolítið asnalegt að sjá hann í hvítri treyju Real… ég var í afneitun á tímabili og vildi ekki trúa þessu en þegar ég sá Cisse í leiknum Liverpool - Tottenham þá sá ég ljósið, hann er svo mikið betri en Owen þarna frammi að mér finnst, og svo veit maður vel hvað Baros getur og maður vonar bara að hann geri allt sem hann getur í vetur.

Ég er ekki að búast við sigri í deildinni, en ég vil sjá ofar en 4 sæti þeir eiga vel séns á því,

En hvað með kaupin á Josemi þá fannst mér þau frábær en ég er nátturulega bara búinn að sjá einn leik en hann stóð sig frábærlega í honum.

En hvað Real varðar þá finnst mér að þeir hafi átt að fjárfesta í einhverju öðru en góðum sóknarmanni, en ég er ekki neitt á móti sölunni á Owen og þeir urðu náttúrulega að gera þetta, frekar að fá
8 milljónir núna en 0 á næsta ári og ég hef trú á þessum Nunez fyrst Benitez hefur trú á honum .. ;)