Já eins og flestir vita er Michael Owen kominn til Real Madrid.
Hann kostaði um 8 milljónir punda, og Liverpool fengu Antonio Nunez í staðinn.

Nunez er 25 ára kantmaður sem hefur aldrei spilað leik með Real Madrid.
Ég verð nú bara að segja að þetta var ansi gott verð fyrir leikmann eins og Owen, þegar maður hugsar um hvað fólk spáðu um kaupverðið. Ég skil nú ekki bara Liverpool að láta hann fara fyrir næstum því ekki neitt, og fá einhvern ömurlegann leimann með.

En ef maður lítur á Real Madrid liðið, hafa þeir 4 frábæra sóknarmenn, þar sem enginn vill stja á bekknum. Morientes, Raúl, Ronaldo og svo Owen. Þetta eru 4 frábærir leikmenn, og kannski of margir, þar sem Real hefðu átt að fjarfesta í miðjumanni, þar sem þeir eru að reyna að fá Xabi Alonso, og ef það eru nóg peningar er þetta lið virkilega gott.

Í stuttu máli eru Real að kaupa frábærann leikmann fyrir næstum því ekki neitt, og þeir ættla kannski að kaupa miðjumann. S.s gott fyrir Real og slæmt fyrir Liverpool.


Tjáið ykkur endilega


Islenskidaninn
þetta er ekki partur af korkinum