Newcastle 2004/2005 Þar sem ég var að lesa grein um Arsenal frá EvilPiggie, hef ég ákveðið að skrifa eitthvað svipað um Newcastle, og já ég er Newcastle fan þannig það getur vel verið að ég skrifi hlutdrægt. Og já svo mun ég gefa hverri stöðu einkunn.

Komnir: Nicky Butt, James Milner, Patrick Kluivert, Stephen Carr og Charles N'Zogbia (það er þó ekki víst með hann, þetta er allt stopp með hann)

Farnir: Gary Speed, Lua-Lua, Andy Griffin og Hugo Viana (lán)
Markmenn: Shay Given & Steve Harper.

Ég tel að við séum í góðum málum þarna, Shay Given er náttúrulega heimsklassamarkmaður, og er mjög traustur, er reyndar með augnsýkingu núna en hann er að jafna sig. Steve Harper er mjög góður markvörður til vara, og myndi standa sig mjög vel líka.

Einkunn 9/10

Vinstri bakvörður: Oliver Bernard & Aaron Hughes (aðallega Bernard, en Hughes getur þó leyst hana líka).

Mér finnst Bernard mjög góður bakvörður, en getur þó verið mistækur, en hann nú bara að þróast, og getur orðið mjög góður, þótt hann sé það nú þegar held ég. Hughes getur leyst vinstri bakvörðinn vel líka og finnst mér gott að hafa hann svona til vara þar.

Einkunn 7.5/10

Hægri bakvörður: Stephen Carr & Aaron Hughes.

Carr er nýkominn frá Tottenham og verð ég að viðurkenna að ég hef sjaldan séð hann spila þannig ég get nú varla sagt mikið um hann. Hann mun þó sjálfsagt vera nr. 1 í þessari stöðu og Hughes til vara. Hughes var með þessa stöðu á síðustu leiktíð og stóð sig með mjög vel.

Einkunn: Ég ætla að sleppa að gefa þessari stöðu einkunn því ég veit ekki nógu mikið um hana.

Miðverðir: Titus Bramble, Andy O'Brien, Jonathan Woodgate, Robbie Elliot og Aaron Hughes.

Woodgate er náttúrulega frábær þegar hann er heill verst að það er bara svo sjaldan :(. Þegar hann er í vörninni þá spilar hinn miðvörðurinn mjög vel yfirleitt með honum. O'Brien er ágætur leikmaður og mun sjálfsagt vera með Woodgate ef þeir verða báðir heilir. Svo eru Bramble, Elliot og Hughes til vara.

Einkunn: 8.5/10 (þegar Woodgate er með), annars 7/10.

Vinstri kantur: Laurent Robert & James Milner.

Robert er góður, þegar hann er góður. Annars er hann hræðilegur. Á oft mjög góða leiki og svo er hann hræðilegur :|, vona bara að hann eigi eftir að eiga gott tímabil, en Milner mun sjálfsagt keppa við hann um stöðu.

Einkunn: 7.5/10

Hægri kantur: Kieron Dyer, Lee Bowyer, Darren Ambrose & James Milner.

Við eigum nokkra ágætis kantmenn. Og veit ég varla hver á eftir að vera á kantinum. Ambrose fór á kantinn á síðustu leiktíð þegar Solano fór og stóð sig ágætlega. Svo var Bowyer eitthvað á kantinum en hann stóð sig best bara á miðjunni. Svo getur Milner líka spilað á þessum kanti, og Dyer líka.

Einkunn 8/10.

Miðjan: Jermaine Jenas, Lee Bowyer, Kieron Dyer og Nicky Butt.

Miðjan er mjög góð þegar hún er heil. Dyer og Jenas, voru mjög slappir á síðustu leiktíð en ég vona að þeir verði góðir núna. Bowyer endaði tímabilið í fyrra mjög vel, og mun standa sig sjálfsagt vel núna líka. Nicky Butt er einnig mjög góður leikmaður og mun hann sjálfsagt taka við af Speed á miðjunni.

Einkunn: 8.5/10

Sóknin: Shola Ameobi, Patrick Kluivert, Alan Shearer og Craig Bellamy.

Sóknin er náttúrulega mjög góð núna. Shearer er náttúrulega frábær og stendur alltaf fyrir sínu. Einnig hefur Bellamy verið góður á undirbúningstímabilinu og er ekki meiddur aldrei þessu vant. Kluivert er náttúrulega heimsklassasóknarmaður þegar hann er í sínu formi. Svo er náttúrulega Ameobi líka, sem hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu, og átti að spila sinn fyrsta landsleik á miðvikudag, en hann er meiddur í bakinu :(. En eins og ég segi veit ég ekkert hvernig Sir Bobby Robson mun stilla upp sókninni.

Einkunn: 9/10

Líklegt byrjunarlið (eins og ég myndi stilla upp ef allir væru heilir og svoleiðis, en þó veit ég ekkert hvernig þetta verðu eins og miðjan & sóknin)

Gk: Shay Given
Dl: Oliver Bernard
DR: Stephen Carr
DC: Andy O'Brien
DC: Jonathan Woodgate
ML: Laurent Robert
MR: Kieron Dyer
MC: Nicky Butt
MC: Lee Bowyer
FC: Craig Bellamy
FC: Alan Shearer.

Byrjunarliðið verður samt mjög líklega ekki svona, því eins og ég segi þá það rosalega mikil breidd á miðjunni og í sókninni að það er ómögulegt að stilla upp þar.

Kv. Sindri