Í dag eru það bara tvö lið sem hafa þetta í höndum sýnum ef þau vinna restina af sínum leikjum þá verða þau íslandsmeistarar, þetta eru FH sem hafa verið að spila mjög vel og ÍBV sem hafa komið mjög á óvart í sumar með góðri spilamensku.

Ég tel samt að lið eins og Fylkir,ÍA, og KR geta en þá blandað sér í barátuna.
Staðan er svona

FH 24 stig 7+ mörk
ÍBV 22 10+
Fylkir 20 stig 4+
ÍA 20 4+
KR 18 2+
Keflavík er líka með 18 en ég tel að þeir muni ekki blanda sér í barátuna.
Leikirnir sem eftir eru:

FH á eftir íBV(ú), ÍA (h), Grindavík (ú), Fram (h) og KA (ú)

ÍBV á eftir FH (h), Keflavík (ú), Víking (h), Fylkir (h) og ÍA (ú)

Fylkir á eftir Fram (h), Víking (ú), Ka (h), ÍBV (ú) og KR (h)

ÍA á eftir KR (h), Fh (út), Keflavík (h), Víking (ú) og ÍBV (h)

KR á eftir ÍA (ú), Grindavík (h), Fram (ú), Ka (h) og Fylkir (ú)

Deildin er búinn að vera svo jöfn að það er ómulegt að segja hver á léttasta prógramið, því þegar nær dregur lokinn þá verða öll lið að berjast fyrir lífi sýnu annað hvort á toppi eða botni.

í dag þá les maður það að flestir hallast að sigri FH inga og er það út af því að þeir hafa verið að spila mjög jafnan og góðan bolta.
Ég er ekki alveg eins viss með það því að ég spái að íBV vinni FH í eyjum og mun því trjóna á toppnum þegar 4 umferðir eru eftir og þá mun ía og Fylkir vera líka búnir að nálgast þetta og því getur allt gerst að mínu mati og tel ég að úrslitin ráðist í síðustu umferðini.

ÍBV hefur verið að spila mjög vel í sumar og tel ég þá alveg eins líklega og hvað annað lið til þess að verða meistara, því ég sé eiginlega ekki veikan blett í þessu liði.

Fylkir hefur verið að dala undanfarið og virðist sem að þeir séu ekki að þola pressuna enn eitt árið en það er aldrei að vita hvort að dæmið snýst við í ár.

ÍA hafa verið að koma sterki inn núna að undanförnu og verða með úi barátuni alveg fram úi lokinn en þó tel ég að liðið sé orðið pínu þreytt á öskrunum í Ólafi en við sjáum hvað gerist.

KR eru 6 stigum á eftir liðinu í efsta sæti og þurfa að hoppa yfir 4 lið í síðustu umferðunum til þess að verða meistarar og tel ég það frekkar ólíglegt að öll liðin fyrir ofan misstigi sig á lokaspretinum, en til þess að KR vinna þá mega þeir ekki tapa fleirri leikjum það sem eftir er.


En hverjir haldið þið að verði meistarar í ár?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt