Einn úr unglingaliði Charlton drukknaði í æfingabúðum á Englandi í gær. Þegar slysið kom fram var liðið á þrekæfingum.

Nafnið á drengnum er Pierre Bolangi og var hann fæddur í Kongo, drengurinn var 17 ára gamall. Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, sagði í dag að hugur allra félagsmanna væri hjá fjölskyldu piltsins.

Öllum leikjum unglingaliðs Charlton hefur verið frestað fram yfir helgi. Þá verður mínútu þögn til minningar um Bolangi fyrir leik Charlton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 19. ágúst næstkomandi.