Graham Fenton fyrrverandi leikmaður Leicester City hefur skrifað undir eins mánaða samning við Stoke. Það kemur að óvart að hann skuli bara semja til eins mánaðar.

Eins og kunnugt er hefur Stoke átt í vandræðum með framlínumenn þar sem Peter Thorne hefur átt við meiðsl að stríða og Ríkharður Daðason kemur ekki til félagsins fyrr en í nóvember. John Rudge, aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnustjóra, segir að þrátt fyrir að Stoke væri búið að semja við Fenton kæmi vel til greina að bæta enn við sóknarmanni.

Graham Fenton er 26 ára gamall og lék á sýnum tíma með Enska U-21 landsliðinu.