Já þá er orðið ljóst að ítalski boltinn er kominn aftur á Sýn en eins og menn muna þá tók spænski boltinn sæti hans. Spænski boltinn verður þó áfram á sínum stað en það verða tveir leikir úr spænska og einn úr ítalska á viku. Sýn eru enn með enska deildarbikarinn, enska FA bikarinn, enska landsliðið. Þeir eru líka með leiki úr fyrstu deildinni og síðan veðrur áfram leikir úr Meistaradeildinni og UEFA Cup. Þetta eru frábærar fréttir fyrir fótboltaáhugamenn en eins og menn vita þá verður Skjár Einn með ensku úrvalsdeildina.

Núna getum við farið að hlakka til vetursins og skemmt sér yfir mörgum stórleikjum. Mér lýst líka mjög vel á þá hugmynd hjá Skjá Einum að hafa enska þuli á einhverjum leikjum en það hafa margir verið að biðja um það og það verður ábyggilega skemttielgt að hlusta á Andy Gray og félaga til tilbreytingar í staðinn fyrir Gaupa og co.

Auðvitað er Ríkisjónvarpið áfram með þýska boltann en að mínu mati er það ömurlegt á að horfa en auðvitað finnst sumum skemmtilegt að horfa á Köln - Bochum;)

En eru menn ekki annars sáttir við að hafa enska þuli á einhverjum af leikjunum? Eða viljiði bara hafa Gaupa og Co.?