Eins og undanfarna daga hefur verið svo að Steve McManaman leikmaður enska landsliðsins og Real Madrid hafi verið á förum þaðan. Nú hefur upp komið að hann verður um kyrrt þar.

Í viðtali við sjónvarpsstöð Real Madrid sagðist hann vera mjög svekktur yfir því að vera ekki valinn í hópinn en hann hefur í rauninni ekkert leikið með liðinu á undirbúningstímabilinu.

“Það er ekki gott að vera ekki valinn í hópinn. Ég vil alltaf spila en ef ekki mun ég halda áfram að leggja hart að mér til að komast aftur í liðið. Það var svekkjandi að komast ekki í hópinn núna en vonandi verð ég valinn næst,” sagði McManaman.

Við skulum spennt sjá til hvort hann haldi ekki stöðu sinni hjá Real.