Stoke mun verða í vandræðum með að stilla upp liði sínu í fyrsta leik liðsins á nýju tímabili gegn Wycombe á laugardaginn. Markamaskínan Peter Thorne er við meiðsl og kemur aftur eftir þrjár vikur og að auki eru þeir bakkabræður Clive Clarke og Graham Kavanagh í leikbanni.