Tim Flowers, fyrrverandi Southamton og Blackburn, núverandi Leicester markmaður þarf bráðum að fara að hætta þessu sprikli. Hann segir mjaðmirnar á sér svipaðar og þær í Barböru Cartland! og hann þurfi að býtta þeim út fyrir gerfidót á næstu árum. Manngreyið er annars búinn að vera voða mikið frá vegna meiðsla, sem er leiðinlegt því hann er nokkuð góður. Já alvöru fóbbolt tekur á og margir orðnir lélegir á fertugsaldrinum.
Annars lítur út fyrir að Nigel Martyn verði ekki Leedsari nema fram á vor, Liverpool og Fulham slást um hann og nú er Celtic víst að undirbúa boð í kappann. Leeds neyðist sennilega til að selja gæjann, ferlegt helvíti samt fyrir okkur þá hvítu, því Robinson nennir ekki að sitja á bekknum í mörg ár. Svo er vara-varamarkmaðurinn bara efnilegur og nú er tími til að fá einhvurn aur fyrir Martyn sem er að verða 35. Hans verður samt sárt saknað.