Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er manutd-maður, en ég vona að ég geti verið hlutlaus í umfjöllun minni um þennan leik þrátt fyrir það…

Leikmenn Liverpool byrjuðu vel í fyrri hálfleik, og þegar liðin voru búin að finna sig á vellinum var það greinilegt að púlararnir höfðu yfirhöndina, og eftir að Gerrard skoraði fyrsta markið stjórnuðu þeir leiknum algjörlega. Þeim tókst sam ekki að skora aftur fyrr en Gary Neville rann til þegar hann var að dekka Fowler, og Robbie kallinn skoraði eftir snilldarsendingu frá Gerrard(ef ég man rétt). Svo við sat í hálfleik. Liverpool menn mættu ferskir til leiks fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik, en svo fóru manutd-menn að sýna klærnar, og þeir fengu meira svæði í sókninni. Svo þegar Murphy var rekinn útaf fyrir fáránlegt brot á Irwin tóku manchestermenn við stjórninni það sem eftir lifði leiks. En þrátt fyrir sóknarsinnaðar skiptingar og mikla pressu tókst þeim ekki að skora, og hinumegin skaut Emile Heskey í stöng. Í heildina áttu liverpool menn skilið að vinna þennan leik, og ég vona innilega að mínir menn sýni betri leik gegn Bayern Munchen í næstu viku.
En ég segi líka Go liverpool, sýnið þessum spánverjum hvursu góður enskur fótbolti er….

Til hamingju púlarar.

Zenith-
sxqwsqwsqwsqwsqw