Þó síðasta leiktíð hafi verið hrein hörmung fyrir liverpool þá hefur það sem af er liðið sumarsins lofað góðu. Byrjaði alls ekki illa þegar Houlier var rekinn eftir hræðilegt gengi með liðið og mörg af verstu kaupum sögunnar, þar má t.d. nefna Biscan, Diouf, Heskey o.fl. þó að nokkur kaup hans hafi verið snilld. Houlier er svo sannarlega einn af þeim lélegustu og má þá nefna að Owen spilaði alls ekki vel á síðasta tímabili (vegna meiðsla) en samt sem áður fékk hann að taka vítaspyrnur fram yfir murphy og spila fram yfir Baros. Heskey átti að sjálfsögðu að vera heima og fá ekki einu sinni að fara á leikina.

Rafael Benitez var ráðinn stjóri eins og allir vita og hefur hann náð frábærum árangri með Valencia (2 unnið deildina og einu sinni UEFA á 3 tímabilum) þrátt fyrir að enginn peningur hafi verið til staðar. Rafa á alveg öruglega eftir að bæta liðið og verður spennandi að sjá árangur þess á komandi tímabili.

Steven Gerrard vildi halda áfram hjá Liverpool eftir mikið slúður og umræður um að hann væri á leið til Chelsea. Gerrard er frábær leikmaður og einfaldlega langbesti leikmaður Liverpool og eru það frábær tíðindi fyrir okkur púlara að hann verði áfram. Um dagin las ég það að Arsenal hefði áhuga á honum en lítið óttast ég að hann fari þangað þar sem þeir hafa ekki einu sinni skiptimenn og ósköp takmarkaðan pening.

Milan nokkur Baros var markakóngur EM með 5 mörk þrátt fyrir að hafa spilað töluvert lítið miðan við Nistelrooy til dæmis, honum var skipt útaf tvisvar, tvisvar spilaði hann allan leikinn og einu sinni kom hann inná sem varamaður mjög seint í leiknum (Nistelrooy spilaði alla leikina, allan tíman og skoraði 4 mörk, þar á meðal víti sem hann fiskaði ekki). Baros er einungis 22 ára svo þessi árangur er einstakur. Nú veit Rafa hvað býr í Baros og vænti ég þess að hann spili eitthvað á komandi leiktíð.

Djibril Cissé kom til Liverpool 1. júlí og eru við þá komnir með ansi öfluga framlínu sem þeir Owen, Cissé, Baros, Kewell, Pongolle skipa þó Kewell spili aðalega á vængnum, einnig eru fleiri en ég nefndi bara þá helstu. nú þarf owen að gera eitthvað til að fá örugt byrjunarliðssæti þar sem enginn Houlier er við stjórn og framherja úrvalið betra.

Einnig þarf að losa sig við leikemnn og eru þeir Hamann, Traore, Babbel, Biscan, Diouf, Smicer og Cheyro líklegir til að kveðja. Cheyro hefur að vísu verið lánaður til Frakklands í 1 ár.

Einnig hafa margir leikmenn verið orðaði við Liverpool og stærsta nafnið þar var Ballack en því miður gat ég ekki annað en hlegið. Aðrir eru Davids, Hargreaves, allt valencia liðið, rosiscky, van der vaart o.fl.

Mér finnst við vanta 2-4 leikemnn. Okkur vantar hægri kantmann og hægri bakvörð aðalega og síðan vantar okkur líka en ekki jafn mikið miðjumann og miðvörð. Carragher og Hamann/Murphy geta spilað næsta tímabil fyrir mér en ég vil ekki sjá Diouf og Biscan eða einhvern viðbjóð hægra megin. Ég væri gjarnan til í að fá hægri bakvörðinn hjá Grikkjum til okkar sem er gífurlega hraður og mjög góður varnarmaður. Einnig væri ég til í að fá Davids á miðjuna og Shaun Wright-Phillips á hægri kantinn, þá myndu sóknarmennirnir fá nóg að gera því þá gætu allir miðjumennirnir skapað nóg fyrir þá. Síðan að lokum væri ég til í að fá Mexés í vörnina. Endilega komiði með ykkar kauplista!

Væntingar mínir til Liverpool eru ekkert gríðarlegar og vænti ég þess ekkert að þeir vinni deildina. Ég vill einfaldlega vera í topp 4 sætunum þó ég haldi að Arsenal eigi eftir að hrapa langt niður eftir áramót og væri þá sjálfsagt að við tækjum 3. sæti. Einnig vill ég að Liverpool komist í 16 liða úrslit í CL og haldi sínum leikmönnum, annað bið ég ekki um! Endilega segiði ykkar væntingar!