Wenger verður áfram hjá Arsenal Arsene Wenger hafnaði næstum ómótstæðilegu tilboði Barcelona um að taka við stjórn liðsins næsta sumar. Hann segist ætla að standa við samning sinn við Arsenal sem rennur út 2002. Joan Gaspart, forseti Barcelona, reyndi einnig að fá Fabio Capello til Barcelona, en Capello vildi ekki bíða og því endurnýjaði hann samninginn við Roma.

Það má búast við því að Börsungar snúi sér nú að Hector Cuper, þjálfara Valencia, en hann hefur lýst því yfir að hann muni að öllum líkindum ekki endurnýja samning sinn við Valencia.