3 stórir stjórar í ensku deildina Já eins og flestir vita hafa Chelsea, Liverpool og Tottenham fengið til sína nýja knattspyrnustjóra og eru þeir allir stór nöfn.

Chelsea hafa fengið til sín Jose Mourinho frá Porto. Mourinho hefur gert stórkostlega hluti með Porto og vann t.a.m. Meistaradeildina núna í vor. Hann tekur núna við Chelsea og hefur næga peninga til leikmannnakaupa frá Roman Abramovich. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með Mourinho hjá Chelsea og gaman að sjá hann móta þá og reyna að gera þá að besta liði í heimi. Hann hefur sagt að hann ætli sér ekki að hafa einvherja 40 stórstjörnur í liðinu heldur vill hann aðeins hafa 21 útleikmann plús markmennina.

Liverpool haf ráðið Rafa Benitez eftir nokkur léleg ár með Gerard Houllier sem stjóra og Phil Thompson er þegar hættur sem aðstoðarþjálfari. Benitez var þjálfar hjá Valencia en hætti eftir að hann gerði þá að Spánarmeisturum í vor. Kom tiltölulega óþekktur til Valencia en hefur nú skipað sér sess sem einn af betri knattspyrnustjórum Evrópu. Benitez bíður erfitt hlutskipti en hann á ða rífa Lvierpool upp úr þessari 15 ára lægð sem þeir hafa verið í. Hann á að móta nýtt gullaldarlið og verður liðið væntanlega byggt í kringum Steven Gerrard sem á dögunum gaf það út að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Liverpool. Benitez ætlar sér að styrkja liðið mikið og verður gaman að sjá hverja hann fær til liðs við félagið.

Tottenham hafa ráðið Jacques Santini sem hætti með Frakka núna eftir EM. Þótt að Frökkum gekk illa á EM, stóð hann sig afar vel með liðið og unnu þeir t.d. alla sína leiki í undankeppnni EM. Tottenham hafa eins og Lvierpool verið í æægð undanfarinn áratug en með komu Santini vonast aðdáendur Spurs að tími þeirra sé kominn á ný. Frank Arnesen var ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu og var það honum að þakka að Santini var ráðinn. Arnesen var áður hjá PSV og eru menn mjög ánægðir með komu hans til Spurs. Martin Jol var síðan ráðinn aðstoðarþjálfari Santini en hann var einmitt í fyrra talinn líklegur arftaki Carlos Quieros hjá Man. Utd. en ekkert varð úr því.

Það verður gaman að sjá hver þessara á eftir að vegna best á næsta tímabili en þeir Benitez og Santini mætast einmitt í fyrsta leik tímabilsins á White Hart Lane í Lundúnum á meðan Mourinho fær Alex Ferguson og lærisveina hans í heimsókn á Brúnna.