Patrik Berger og Dietmar Hamann hafa báðir tjáð sig um leikinn framundan gegn Manchester United og báðir eru bjartsýnir á að sigur náist í annað sinn á tímabilinu.

Berger segir á heimasíðu sinni að hann fái að vita það á morgun hvort hann verði í leikmannahópi Liverpool á laugardag en hann segist sjálfur tilbúinn í slaginn eftir tvo góða varaliðsleiki. “Oft geta landsleikir truflað undirbúning liða fyrir deildarleiki og þó að staðreyndin sé sú að við höfum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Manchester United eru leikmenn United í nákvæmlega sömu stöðu. Ég hef engar áhyggjur. Burtséð frá leikjum í heimsmeistarakeppninni þá höfum við unnið United á Old Trafford sem gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir leikinn á Anfield. Ég held ekki að þeirra lið sé sterkara en okkar. Munurinn er að þeir hafa leikið betur en við yfir allt tímabilið.

Þetta er stórleikur fyrir okkur og þó að við höfum sigrað United einu sinni í vetur þýðir það ekki að við getum ekki gert það aftur. Ég ætla ekki að lofa neinu eða vera með spádóma en ég held að þetta sé hægt. Það væri frábært fyrir stuðningsmenn okkar ef við gætum þetta. Við þurfum nauðsynlega á a.m.k. einu stigi að halda því við viljum svo innilega ná sæti í meistaradeildinni.”

Og Hamann er ekki síður bjartsýnn. "Það eru tveir stórleikir framundan, gegn Manchester United og Barcelona, en við erum sannfærðir um að við getum unnið þá báða. Liverpool er enn í tveimur bikarkeppnum og ef við vinnum United á laugardaginn höfum við sigrað þá tvöfalt - og það væri góð staða til að vera í!

Á Old Trafford unnum við United og vorum augljóslega betra liðið. Og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum unnið þá aftur á Anfield. Ég held að stuðningsmenn okkar yrðu mjög ánægðir ef við hefðum sigrað Manchester United tvisvar í lok tímabilsins. Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum allir tilbúnir.

Þá er bara að sjá hvort vonir þeirra!!(en þeir vinna hvort sem er)