Toppbaráttan nær hámarki
              
              
              
              Tvö lið berjast nú um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu, það eru Fyklkir og KR.  Fylkismenn hafa 5 stiga forskot á KR, en KR-ingar eiga leik til góða.  Sunnudaginn 20. ágúst nk. verður leikur KR og Fylkis í Frostaskjólinu.  Vinni KR-ingar þann leik verður aðeins tveggja stiga munur á félögunum og þá þurfa KR-ingar að sigra Leiftursmenn þrem dögum síðar til þess að krækja í toppsætið í deildinni.  Það verður sannkallaður úrslitaleikur í Vesturbænum 20. ágúst.  Mætum á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs!
                
              
              
              
              
             
        




