Meiðsli Winnie alvarleg
              
              
              
              David Winnie, varnarmaðurinn sterki í liði KR, meiddist á æfingu með liðinu í Bröndby.  Hann spilaði ekki í Evrópuleiknum gegn Bröndby og lék fyrst með KR gegn Breiðabliki í gær.  Brotið var á honum eftir um 20 mínútna leik í gær og fór hann sárþjáður af leikvelli.  Meiðsli hans eru það alvarleg að hann getur líklega ekki leikið meira með KR-ingum í sumar.
                
              
              
              
              
             
        



