Spánverjar bundu í gærkvöld enda á 10 leikja sigurgöngu franska landsliðsins sem nær aftur til 2-3 tapleiks gegn Hollendingum frá því á EM í fyrrasumar, með 2-1 sigri í vináttulandsleik sem fram fór í Valencia fyrr í kvöld. Ivan Helguera kom Spánverjum yfir með skallamarki eftir sendingu frá Gaizka Mendieta á 40. mínútu. Fernando Morientes bætti við marki á 50. mínútu en David Trezeguet minnkaði muninn á 85. mínútu eftir sendingu frá Thierry Henry.
Þetta var fyrsti sigur Spánverja á Frökkum á knattspyrnuvellinum í meira en 20 ár.