Fiorentina komið upp. Já það gerðist, þeir komust upp í Serie A, aðeins 2 árum eftir að þeir voru felldir niður í Serie C2, ítölsku 4.deildina.
Þeir komust upp eftir umspilsleiki við Perugia, en Fiorentina varð í 6.sæti Serie B en Perugia í 15.sæti Serie A.
Fiorentina vann fyrri leikinn 1-0 og því nægði 1-1 jafntefli á troðfullum Artemio Franchi leikvanginum í Flórens. Semsagt 2-1 samtals fyrir Fiorentina. Enrico Fantini skoraði mark Flórens-búa á 47.mínútu en hann fékk rauða spjaldið 10 mínútum síðar, þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Hann skoraði einnig sigurmarkið í fyrri leiknum. Guilherme De Padro skoraði mark Perugia í leiknum.

Núna er ég kominn í þá aðstöðu aftur að gera upp á milli AC Milan og Fiorentina varðandi Serie A, en Fiorentina er liðið sem ég hélt með sem lítill patti og ber auðvitað enn tilfinningar til.
Til hamingju Fiorentina-menn!!
Ég á bestu brauðrist í heimi.