Þetta áhugamál er svo dautt að það er ekki einusinni einn maður búinn að nefna það hér inni að Rafa Benítez er orðinn knattspyrnustjóri Liverpool F.C. og nú ætla ég aðeins að fjalla um Rafa og liðið hans; Liverpool F.C.


Já, ég er stoltur Liverpool áðdáandi þessa dagana!
Daginn fyrir þjóðhátíðardag íslendinga, 16 júni, var blaðamannafundur kl 14:30 (íslenkur tími) á Melwood og þar var tilkynnt að Rafael Benítez hefði verið ráðinn knattspynustjórri Liverpool.

Hver er Rafa Benítez?

Margir búast við miklu af honum, og það geri ég líka.
Benítez fæddist í Madríd á Spáni þann 16. apríl árið 1960, og lék með Real Madrid “B” nokkurn tíma og fór svo til neðrideildar liðsins Parla. Seinna fór hann svo til Linares og endaði feril sinn þar, '86. Benítez hlýtur mikillar virðingar í Valnecia, og David Albelda sagði að það væri mikill missir fyrir liðið að missa þennan mann.

Tala hann ensku og getur hann smollið inn í enska boltann?

Margir halda að hann hafi helling að göllum, t.d. spili varnarknattspyrnu og að hann tali varla ensku og að hann muni enganveginn passa inn í ensku deilina. En nei nei, Rafa til mjög góða ensku, Valencia skoraði 70mörk í deildinni í fyrra (fengu 77 stig) og hann hlítur að vita hvernig enska deildin er, eða allaveganna hefur hann starfað í henni áður, eða hann starfaði bak við tjöldin hjá Manchester United og Arsenal.

Hann var ráðinn til Valencia eftir að Héctor Raúl Cúper hafði næstum sett liðið á hausinn (Cúper tók við af Ranieri sem er núna aftur orðinn þjálfari Valencia manna) og hann fékk mjög lítið að kaupa meðan hann var í Valencia, eða hann fékk reyndar ekkert að kaupa, þannig hann er greinilega góður í því að ná sem messtu út úr leikmönnum, annað en Gérard Houllier, frv. þjálfari Liverpool.

Hversu langt getur Rafa farið með Liverpool?

Já, það er spurning. Eins og ég sagði, er hann góður að ná sem messtu út úr leikmönnum, og það er mikill kostur. Ég vona að hann eigi eftir að ná langt, og það gera held ég allir sem vilja sjá góða knattspyrnu í Ensku Deildinni! Stolt, liðsheild og vinnusemi verður í fyrirrúmi, eða það má draga af orðum hans, en þið getið kynnt ykkur hann betur á www.liverpoolfc.tv

Hvað verður um Stevie G og Michael Owen?

Já, hvað verður um Steven Gerrard og Michael Owen. Það er talið mjög lýklegt að Owen verði ennþá, en sagt er að það verði að tala vel við Stevie áður en hann sættist á að vera ennþá, en ég hef trú á því að hann verði áfram. Hann vildi enskann þjálfara, en það fékk hann ekki. Hann vildi 3-4 nýja leikmenn, en það kemur bara í ljós hvað Rafa vill gera. Það er reyndar búið að vera umræða um að lið eins og Chelsea séu að reyna krækja í Gerrard ólöglega meðan hann er í Portúgal, en ég held að Gerrard fari nú ekki að gera neitt þannig lagað. En ef þetta er satt, þá finnst mér umrætt lið eiga að husga sinn gangi! Þetta finnst mér alveg hörmulega lágkúrulegt að geta ekki nælt sér í kappann á löglegan hátt! En sammt held ég að Chelsea séu ekki að gera neitt þannig!

Leikmanna kaup Rafa?

Já, allt er óvíst ennþá, en Cissé kemur, það var alltaf ljóst. Rafa segir að Cissé sé frábær leikmaður, og þegar hann var hjá Valencia voru njósnararnir hans alltaf að mæla með honum, en hann fékk ekki peninga til að kaupa hann. Önnur kaup koma í ljós síðar.


Ég Þakka Fyrir Mig, og vonandi fer þetta áhugamál að lifna við núna!