100% árangur hjá Eriksson Englendingar unnu útileikinn gegn Albönum 1-3 í undankeppni HM. Sol Campbell meiddist eftir hálftíma leik og inná kom Wes Brown sem hefur komið á óvart í vörn Man.Utd í vetur. Þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir kom fyrsta mark enska liðsins ekki fyrr en eftir 74.mín og var þar að verki Michael Owen, en hann er að fara að fá í hendurnar nýjan samning frá Liverpool. Andy Cole átti síðan undirbúning að marki sem félagi hans hjá United, Scholes, skoraði.

Albanir náðu að minnka muninn en aðeins nokkrum sekúndum eftir það mark skoraði Andy Cole sitt fyrsta landsliðsmark í þrettán landsleikjum og innsiglaði 1-3 sigur. Hann þurfti á þessu marki að halda því fyrir leikinn var mikið deilt um hvort Cole ætti að eiga sæti í landsliðinu. En Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari er í miklum metum hjá Bretum enda hefur Enska landsliðið unnið alla þrjá leikina sem þeir hafa spilað undir hans stjórn