Litli bróðir að taka við? Eins og sennilega flestir vita sem fylgjast með ítalska boltanum er Fabio Canavaro einn besti varnarmaður Ítala. En hann eldist eins og aðrir menn, verður 28 ára 13. september, og þess vegna hafa Parma menn hafið leit að arftaka hans.

Nú renna menn hýru augu til Paulo Canavaro, sem er „litli bróðir“ Fabio. Ég segi „litli” því hann er yngri(fæddur 81) en hins vegar 1.84m á hæð meðan að Fabio er ekki nema 1.76m. Paulo hefur aðeins leikið einn leik fyrir Parma enn sem komið er, en þá kom hann inná fyrir Fabio! Það er ljóst að þarna er á ferðinni framtíðarstjarna fyrir Parma liðið og vonandi að hann spjari sig.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _