Ég mundi nú segja að þetta var mjög svekkjandi leikur fyrir England. Mitt mat á leiknum var að England var betri aðilinn en tapar leiknum á síðustu minutunum….

Leikurinn byrjar ágætlega liðin voru samt að þreyfa sig soldið áfram… En á 38 minútu skorar Frank Lampard eftir glæsilega sendingu frá David nokkrum Beckham..

Englendingarnir spila svo bara nokkuð vel og fara inn í hálfleik 1-0 yfir gegn Frökkum. Í byrjun seinnihálfleiks sækja Frakkarnir mjög mikið en án árangurs. Eftir því sem líður á seinni hálfleikinn leggjast meira og í skotgrafirnar…Það gengur vel hjá þeim og ná að verjast Frökkunum mjög vel. Á 78 minnir mig fá Englendingar víti eftir að Rooney sleppur í gegn og er feldur af Silvestre. David Beckham tekur vítið en Barthez ver vítið. Eftir að Englendingar hafa klúðrað vítinu og hefði getað gert út um leikinn skiptir Svenn Göran Heskey inn á fyrir Rooney og tekur líka Schools útaf. á 89 minútu fellir Heskey Frakka rétt fyrir utan teg og snillingurinn Zidane tekur spirnuna og boltinn liggur í netinu. Augnabliki síðar á Gerrard slæma sendingu til baka Henry kemst inn í mill nær boltanum en er feldur af David James markverði Englendinga og dæmt er víti. Zidane tekur vítið og skorar með öryggi.

Svekkjandi fyrir Englenginga að tapa leiknum á rúmum 3 minútum.

Takk fyrir …