Skrifaði undir 5 ára samning

Manchester United hefur tilkynnt að búið sé að kaupa Gabriel Heinze frá Paris St Germain.

Heildarkaupverð nemur 6.9 milljónum punda. Leikmaðurinn skrifaði undir 5 ára samning sem rennur út 30. júní 2009.

“Ég er ótrúlega stoltur að hafa gengið til liðs við jafn frábært félag. Að ganga til liðs við Manchester United er mjög mikilvægt skref á knattspyrnuferli mínum og ég trúi því að ég geti uppfyllt þær miklu væntingar sem eru til staðar.” sagði hinn nýi leikmaður United.

Stjórinn, Sir Alex Ferguson hafði þetta um Heinze að segja: “Við höfum fylgst lengi með Gabriel og hann hefur alla kosti bestu argentínsku varnarmannanna - styrk, hraða og frábæra tækni. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður og þessi sveigjanleiki þýðir að hann er mikill fengur fyrir félagið.”

David Gill, forstjóri Manchester United sagði: "Þetta eru frábær kaup fyrir Manchester United. Við erum alltaf að reyna að styrkja hópinn og þeir eiginleikar sem Gabriel býr yfir munu reynast vel er við undirbúum okkur fyrir áskoranir næsta tímabils.