Liverpool gæti þurft að loka hluta af stúkunni á Anfield vegna vandamáls sem fyrst kom upp í leik liðsins gegn Celtic í maí sl.
Þá söfnuðust þúsundir stuðningsmanna Celtic í hina svokölluðu Anfield Road stúku og byrjaði þá hluti hennar að vagga til. Þetta virðist gerast þegar mikill fjöldi áhorfenda á svæðinu stappar niður fótunum á sama tíma. Liverpool er þegar búið að selja alla miða á opnunarleik sinn í ensku úrvalsdeildinni gegn Bradford 19. ágúst en þarf að skila inn skýrslu áður en félagið fær leyfi til að hleypa áhorfendum inn í áðurnefnda stúku.
Aðeins þrjú ár eru síðan byggt var við Anfield Road stúkuna er það sá hluti hennar sem er í ólagi.