Leikur Grindavíkurs og Fylkis var flautaður af stað síðastliðinn Fimmtudag. Ólaf Stígsson vantaði í lið Fylkismanna og kom það í hlut Ragnars Sigurssonar til að fylla uppí skarð Ólafs. Leikurinn byrjaði frekar dauflega, menn voru lengi að ná að fóta sig og voru varkárir. Fyrsta marktækifærið kom á 16 mínútu þegar að Grétar Hjartason komst einn upp kantinn en Bjarni Halldórsson varði frábærlega með góðu úthlaupi. Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. Varnarmaðurinn Gestur Gylfason sem var að spila á miðju í þetta skiptið komst í ákjósanlegt færi en aftur varði Bjarni. Sævar Þór Pétursson fékk eina almennilega færið fyrir Fylkismenn en Albert Sævarsson varði vel frá honum.

Í síðari hálfleik komu Fylkismenn. Loksins fóru Fylkismenn að spila góðan bolta og menn eins og Finnur, Helgi Valur og Ólafur Páll komust mun betur inní leikin. Ekki leið á löngu þegar að Sinisa Kekic traustasti leikmaður Grindvíkinga gerði hræðileg mistök á 58 mínútu og boltinn barst til Þorbjörs Atla sem sendi boltan á Sævar Þór sem lagði bolta skemmtilega í stöngina og inn, eftir þetta var Kekic færður fram og með því urðu Grindvíkingar hættlegri en á 68 mínútu gerðu Grindvíkingar aftur mistök í vörninni og Þorbjörn Atli skorðaði eftir frábæran undirbúning og sigurinn nánst í höfn fyrir Fylkismenn. Minnstu munaði að heimamenn næðu að jafna þegar að Grétar slapp einn brenndi af.

Leikurinn bauð ekki uppá mikla skemmtun, sigur Fylkismanna var ekki örrugur en góð þrjú stig í Árbæin.

Gaman var samt að sjá hversu sterkur Sævar Þór er að koma til baka, einnig var ungi leikmaðurinn Ragnar sterkur inná miðjunni og gaman verður að fylgjast með honum í sumar, Bjarni stóð vaktina vel hinu megin. Kekic var lang sterkastur hjá Grindvíkingjum.