Fabio Capello - Þjálfari Juventus Stórfrétt !

Það hefur verið staðfest að Fabio Capello, maðurinn á bakvið
góðan árangur Roma á liðnu tímabili, hefur tekið við
þjálfarastöðu Juventus. Capello fær 2 milljónir punda á hverja
leiktíð. Búist var við að annaðhvort Deschamps eða Prandelli
tækju við liðinu en eins og svo oft áður þá nær
Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus, að dreifa
athyglinni annað og koma öllum á óvart.

Roma liðið er víst í rústi þessa stundina, Zebina er þegar
farinn til Juve frítt því samningur hans var útrunninn, Walter
Samuel pakkaði saman og fór til Real Madrid og Emerson er
líklega líka á leiðinni til Juve. Svo eru vangaveltur uppi hvort að
Totti fari til Real Madrid.

Þetta eru ekkert annað en stórgóðar fréttir fyrir Juve
aðdáendur því að Capello skilaði mjög góðum árangri með
fátæku liði Roma, þannig að spurningin er hvað á hann
eiginlega eftir að ná langt með Juve ?